Snerpill býður upp á allar helstu aðgerðir sem vefstjóri þarf að gera á mjög einfaldann hátt og öll uppsetning hans er fyrst og fremst með notandann í huga.
Snerpill grunnur er allt sem þarf fyrir start á einfaldri vefsíðu. Fréttakerfi, textasíður, notendakerfi, veftré, leit og margt fleira.
Öflugt myndaalbúm prýðir Snerpil sem sér eining. Hægt er að stofna mörg myndaalbúm undir hverjum yfirflokk og einnig hægt að stofna flokka að vild.
Skráarstjóri Snerpils er hentugur við ýmsar aðstæður. Búa má til möppur og flokka þannig skrár eftir hlutverki, innihaldi eða gerð.
Auglýsingakerfi Snerpils er fjölþætt og auðvelt í notkun. Búa má til margvísleg svæði fyrir auglýsingar og er hægt að setja upp auglýsingar eftir smellum, láta þær birtast handahófkennt, röð eða eina staka.