Hafðu samband: 520 4000
snerpill@snerpill.is

Snerpill vefumsjón

Snerpill vefumsjón er vefumsjónarkerfi nútímans. Það býður upp á allar helstu aðgerðir sem vefstjóri þarf að gera á mjög einfaldan hátt. Öll uppsetning Snerpils er fyrst og fremst með notandann í huga. Allar aðgerðir liggja beint við notanda og ertu alltaf að vinna inn í eigin vefsíðu, en ekki sér kerfishluta. Svokallað innansíðu kerfi. Nálægt öllu efni sem að er sett inn á vefinn, birtast tenglar til að breyta eða eyða efninu og virkar þetta mjög vel á notandann því hann treystir betur hvaða efni hann er að breyta eða eyða, heldur ef hann væri í öðrum glugga að gera sömu aðgerð.

Meðal vefja sem viðhaldið er með Snerpil Vefumsjón eru Borea Adventures, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suðurHáskólasetur Vestfjarða, NeyðarþjónustanOrkubú Vestfjarða og Verkalýðsfélag Vestfjarða.

 

Snerpill grunnur

Grunnur er fyrsta stig Snerpils. Snerpill grunnur er allt sem þarf fyrir start á einfaldri vefsíðu.

Innifalið í grunninum er:
 • Fréttakerfi með öflugum myndafídus
 • Síðuhlutakerfi með öflugum myndafídus
 • Textaveita fyrir fjölþætt efni með myndafídus
 • Notendakerfi
 • Veftré
 • Síðuleit
 • Textastækkun
 • RSS Straumar
 • Hýsing (Gull, 2GB) og gagnagrunnur
 • 5 Netföng
 • SSL lykill - bætir öryggið og hjálpar til við leitarvélarbestun.

 

Myndaalbúm

Öflugt myndaalbúm prýðir Snerpil sem sér eining.
Yfirlit birtist af öllum myndum og þegar einstakar myndir eru skoðaðar má fletta með örvartökkunum á lyklaborðinu og smella á minni myndir af næstu eða fyrri mynd.
Hægt er að stofna mörg myndaalbúm undir hverjum yfirflokk og einnig hægt að stofna flokka að vild.
Hægt er að uppfæra margar myndir í einu og má snúa þeim inn í kerfinu og einnig er má setja texta við hverja mynd fyrir sig. 

Skemmtileg eining sem lífgar upp á allar vefsíður.

 

Skráarstjóri

Skráarstjóri Snerpils er hentugur við ýmsar aðstæður. Búa má til möppur og flokka þannig skrár eftir hlutverki, innihaldi eða gerð. Skráarstjórann má líka nota flokkalausann og birtast þá skrárnar í snyrtilegum lista, hver á fætur annari.

Nýtist vel fyrir t.d:
 • Verðlista
 • Tónlist
 • Skjalasafn
 • Forrit

Sjá sýnishorn

 

Tenglasafn

Tenglarsöfn eru oft stór partur af vefsíðum. Þá er gott að hafa hnitmiðað og vel flokkað tenglasafn. Hvern tengil fyrir sig má svo setja í marga flokka og einnig má stofna mörg tenglasöfn og skipta þeim niður í sér síðuhluta.
Svo má kalla út ákveðna flokka eða allt safnið hvaðan sem er af síðunni, ef óskað er.

Öflugt tenglasafn sem er létt og skemmtilegt í notkun.

 

Auglýsingakerfi

Margir reka vefi sína á auglýsingum. Oftast er þetta í formi svokallaðra flashbannera eða mynda. Þá er gott að hafa sjálfur stjórn á þessum auglýsingum og þurfa ekki að borga vefhönnuði fúlgur fjár fyrir að skipta um eða setja upp nýjar auglýsingar. Auglýsingakerfi Snerpils er fjölþætt og auðvelt í notkun. Búa má til margvísleg svæði fyrir auglýsingar og er hægt að setja upp auglýsingar eftir smellum, láta þær birtast handahófkennt, röð eða eina staka. Auglýsingakerfið telur svo hvern smell fyrir sig þannig að mæla má árangur auglýsinganna.

Skemmtileg viðbót fyrir vefsíður sem eru hugsaðar til sjálfbærni og framtíðar!